Sýnishorn: Patrick Wilson er á skrensinu í Stretch

Sýnishorn úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Joe Carnahan, Stretch, má sjá hér fyrir neðan og allt útlit er fyrir að hér sé á ferðinni ansi fjörugri mynd. Stretch kemur þó ekki í kvikmyndahús vestanhafs og verður frumsýnd á iTunes og Amazon þann 7. október og síðan 14. október á VOD-þjónustum.

Í Stretch leikur Patrick Wilson bílstjóra eðalvagns sem lætur undan beiðni milljónamærings um að keyra hann á milli staða þar sem hann svalar afbrigðilegum löngum sínum. Auk Wilsons fara Chris Pine, Jessica Alba, Ed Helms, Norman Reedus, Ray Liotta, Shaun Toub, Brooklyn Decker og David Hasselhoff með hlutverk í myndinni.

Carnahan tísti á Twitter á síðasta ári að hann væri að íhuga að gera ódýra kvikmynd sem hann sagði vera „strípaða inn að beini“ og kostaði myndin aðeins 5 milljónir dala. Geri aðrir betur með jafn umfangsmikinn leikhóp og þennan.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *