Tetris-myndin verður „epískur vísindaskáldskapur“

Eftir margra ára bið stendur loksins til að kvikmynda tölvuleikinn Tetris sem sló í gegn á níunda áratugnum. Aðstandendur myndarinnar stefna að því að laga tölvuleikinn sígilda að kvikmyndaforminu sem hlýtur að teljast nokkuð bratt þar sem engar persónur eru í leiknum sem gengur út að að stafla saman margvíslegum kubbum. Þeir eru þó fjallbrattir og segja í tilkynningu að myndin sem verður leikinn muni verða „epískur vísindaskáldskapur.“

Framleiðslufyrirtækið Threshold Entertainment kemur til með að framleiða myndina í samstarfi við
Tetris Company. „Vörumerki eru nýju stjörnurnar í Hollywood,“ sagði Larry Kasanoff, hjá Threshold í viðtali við The Wall Street Journal. Óvíst er hver komi til með að leika gulu L-löguðu eininguna en öruggt er að stórir kassar komi til greina.

Tetris bætist í hóp ólíklegra kvikmyndaverkefna sem reynt er að gera að bíómynd en lengi vel ætlaði Ridley Scott að leikstýra mynd sem byggði á Monopoly-spilinu. Þá hefur einnig verið reynt að gera kvikmynd sem hverfist um View-Master leikfangið (rauði kíkirinn sem gerði manni kleyft að horfa á ljósmyndasyrpu af hringlóttum spjöldum).

Fyrst byrjað er að vinna að Tetris-kvikmynd þá bíður Svarthöfði spenntur eftir Olsen-Olsen kvikmyndinni.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *