Zombieland framhald rís upp frá dauðum

Uppvakningagamanmyndin Zombieland sló óvænt í gegn árið 2009 og var um leið farið að ræða um mögulega framhaldsmynd og nú fimm árum síðar er boltinn að mjakast áfram.

Sony Pictures hafa ráðið Dave Callaham til þess að skrifa framhaldsmyndina en hann er einna þekktastur fyrir handrit sín að Godzilla og The Expendables. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessum fimm árum sem reynt er að endurlífga Zombieland því sjónvarpsdeild vefverslunar Amazon framleiddi prufuþátt sem byggði á myndinni. Hann náði ekki flugi og þættirnir urðu ekki fleiri.

Óvíst er hvort Ruben Fleischer, leikstjóri Zombieland, snúi aftur en frá því hann sendi hana frá sér hefur hann gert myndir eins og Gangster Squad og 30 Minutes or Less, sem báðar hlutu slappar viðtökur.

Callaham fór í mál við Sylvester Stallone, guðfaðir The Expendables-myndanna, þegar Sly þóttist hafa skrifað fyrstu myndina einn síns liðs. En svo var ekki því Callaham hafði lagði grunninn að myndinni með eldra handriti sem vöðvatröllið hafði sýnt mikinn áhuga nokkrum árum áður. Callaham lagði Stallone sem leysti málið fyrir utan réttarsalinn.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *