Sýnishorn: Joaquin Pheonix er í bölvuðu klandri í Inherent Vice

Fyrsta sýnishornið úr Inherent Vice, nýjustu kvikmynd leikstjórans Paul Thomas Anderson, var frumsýndur á veraldarvefnum í vikunni og má sjá hér fyrir neðan. Anderson leikstýrir vönduðum hópi leikara í myndinni og fer Joaquin Phoenix fyrir leikhópnum í hlutverki kannabisreykingamannsins og einkaspæjarans Larry 'Doc' Sportello.

Inherent Vice byggir á samnefndri bók Thomas Pynchon sem gerist á sjötta áratugnum í Kaliforníu og fylgjast áhorfendur með Sportello og ævintýrum hans. Sportello réttir fyrrverandi hjásvæfu sinni hjálparhönd við að leysa ráðgátu sem tengist lögreglumönnum sem kallast „Bigfoot“ og er fljótlega komin á kaf í vandræði sem hann ræður varla við.

Anderson lýsti myndinni sem „Cheech og Chong-kvikmynd,“ í viðtali við frændur okkar hjá Empire en kvikmyndir þeirra kappa einkenndust af snarbiluðum ævintýrum og haugi af grasi. Rétt eins og búast mátti við hefur Anderson smalað saman stórum hópi leikara sem samanstendur af Benicio Del Toro, Owen Wilson, Reese Witherspoon, Josh Brolin, Sean Penn, Mayu Rudolph, Martin Short og Jenu Malone.

Inherent Vice verður frumsýnd 12. desember í Bandaríkjunum.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *