Sýnishorn: Njósnir, svik og prettir í lögreglunni í Borgríki 2

Íslenska spennumyndin Borgríki 2: Blóð hraustra manna verður frumsýnd síðar í mánuðinum og má nú líta á sýnishorn í fullri lengd hér fyrir neðan. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem kom út árið 2011.

Borgríki 2: Blóð hraustra manna segir frá ungum og metnaðarfullum lögreglumanni sem er falið það verkefni að rannsaka yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrum glæpaforingja sem situr inni. Hann leitar hjálpar hjá reyndri lögreglukonu við rannsóknina en gerir sér ekki almennilega grein fyrir umfangi og ítökum þessa yfirmanns fíkniefnalögreglunnar.

Leikstjórn myndarinnar er í höndum Olafs de Fleur og er handritið skrifað af honum og Hrafnkeli Stefánssyni. Olaf og Hrafnkell hafa áður unnið saman að Borgríki og Kurteisu fólki. Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic, Hilmir Snær Guðnason og Þórunn Antonía Magnúsdóttir fara með helstu hlutverk í myndinni.

Borgríki 2: Blóð hraustra manna verður frumsýnd 17. október.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *