Angry Birds leikhópurinn kemur saman

Sony Pictures tryggði sér kvikmyndaréttinn á tölvuleikjunum vinsælu Angry Birds á síðasta ári og hefur öflugur leikhópur myndarinnar nú verið tilkynntur. Auk þess var fyrsta ljósmyndin úr myndinni birt og má sjá hana hér að ofan.

Jason Sudeikis, Josh Gad, Danny McBride, Bill Hader, Maya Rudolph og Peter Dinklage ljá fuglunum fjölskrúðugu raddir sínar í myndinni. Fergal Reilly og Clay Kaytis leikstýra myndinni eftir handriti Jon Vitti, sem er þekktastur fyrir aðkomu sína að The Simpsons-þáttunum.

Finnska tölvuleikjafyrirtækið Rovio Entertainment hefur herjað á heimsbyggðina með reiðu fuglunum sínum um nokkurt skeið og lítið lát virðist vera á vinsældum leikjanna.

Stefnt er á frumsýningu 1. júlí 2016.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *