Adam Sandler segir blautar gellur og Netflix ríma

Afþreyingarveitan Netflix hefur framleitt hágæðaþætti á borð við House of Cards, Lilyhammer og Orange is the New Black. Nú hefur spaugarinn Adam Sandler gert samning við Netflix um að framleiða fjórar kvikmyndir sem hann kemur til með að leika í. Myndirnar verða frumsýndar á Netflix og verða síðar fáanlegar á DVD og Blu-ray.

„Fólk elskar myndirnar hans Adams á Netflix og horfir á þær aftur og aftur,“ segir í fréttatilkynningu frá netrisanum. „Allir eiga sína uppáhaldsmynd og sína uppáhalds setningu, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim,“ segir aðalstjórnandi afþreyingarefnis Netflix.

„Þegar þetta góða fólk bauð mér að gera fjórar myndir fyrir sig, sagði ég um leið já, af þeirri ástæðu einni að Netflix rímar við blautar gellur,“ sagði grínistinn.

Wet Chicks, Netflix. Klassi Sandler, klassi.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *