Sýnishorn: Jude Law leitar að týndu nasistagulli í Black Sea

Sýnishorn úr spennumyndinni Black Sea með Jude Law var birt á veraldarvefnum í nótt . Óskarsverðlaunahafinn Kevin Macdonald leikstýrir myndinni. Sýnishornið má sjá hér fyrir neðan.

Í Black Sea leikur Law skipstjóra kafbáts sem smalar saman ólíklegum einstaklingum í leit að týndu nasistagulli á botni Svartahafsins. Græðgi og örvænting grípur meðlimi hópsins í þröngu rými kafbátsins þar sem stutt er í illindi, og er óvíst hvort gullið sé í raun og veru til.

Macdonald er þekktastur fyrir að leikstýra verðlaunamyndunum Touching the Void og The Last King of Scotland. Auk Law leika Scoot McNairy, Ben Mendelsohn og Michael Smiley einnig í myndinni.

Black Sea verður frumsýnd 23. janúar í Bandaríkjunum.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *