Sýnishorn: Bradley Cooper á engra kosta völ í American Sniper

Gamla brýnið Clint Eastwood frumsýnir nýjustu kvikmynd sína American Sniper um jólin og má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni má sjá hér fyrir neðan, og lofar það aldeilis góðu. American Sniper er önnur kvikmyndin sem Eastwood frumsýnir á árinu, hin var Jersey Boys.

Bradley Cooper leikur aðalhlutverk myndarinnar en hún byggir á bókinni American Sniper: The Autobiography Of The Most Lethal Sniper In U.S. Military History sem Navy SEAL-leyniskyttan Chris Kyle skrifaði en Kyle þessi naut þess vafasama heiðurs að hafa drepið flest fólk í nafni bandaríska hersins. Bókin fer yfir feril Kyle frá því að hann leikur kúreka á kúrekasýningu þangað til hann verður leyniskytta í sérsveit sjóhersins.

Upphaflega ætlaði Steven Spielberg að leikstýra myndinni en Eastwood tók við keflinu og þá hrökk allt í fimmta gír, enda Spielberg þekktur fyrir að taka sinn tíma við gerð kvikmynda á meðan Eastwood keyrir verkefni áfram á ógnarhraða. Auk Coopers leika Sienna Miller, Luke Grimes og Jake McDorman einnig í myndinni.

American Sniper verður frumsýnd 25. desember í Bandaríkjunum verður því gjaldgeng á Óskarnum á næsta ári.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *