Vin Diesel og Ólafur Darri í skeggjuðu stuði

Þeir eru fáir leikararnir í Hollywood sem eru jafn virkir á samfélagsmiðlinum Facebook en Vin Diesel. Leikarinn vinsæli birti í gær mynd af tökustað myndarinnar The Last Witch Hunter af sér og „vini sínum“ Ólafi Darra Ólafssyni, og óhætt er að segja að þeir séu vígalegir félagarnir, fúlskeggjaðir.

The Last Witch Hunter fjallar um ódauðlegan nornaveiðara í New York sem reynir að koma í veg fyrir að nornir leggi plágu á heiminn. Auk Diesels og Ólafs leika Elijah Wood, Michael Caine og Rose Leslie einnig í myndinni. Leikstjórnin er í höndum Breck Eisner sem gerði meðal annars Sahara og The Crazies en Cory Goodman og Melisa Wallack skrifa handritið.

Tökur á The Last Witch Hunter standa til 5. desember.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *