Sýnishorn: Haldið í sér í sjö daga í The Mule

Ástralska kvikmyndin The Mule vakti mikla lukku fyrr á árinu á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Bandaríkjunum. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan og leikur enginn vafi á því að hér ansi áhugaverð mynd á ferðinni.

The Mule byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá því þegar lögreglan í Ástralíu handtekur mann sem er grunaður um innflutning á fíkniefnum innvortis árið 1983. Lögreglan heldur manninum í von um að eiturlyfin skili sér á náttúrulegan hátt en maðurinn streitist á móti. Það er ekki nóg með að smyglarinn sé með lögguna og fjölskyldu sína á bakinu heldur herja glæpamenn einnig á manninn sem þarf að halda í sér í sjö daga annars er úti um hann.

Ewen Leslie, Geoff Morrell, Hugo Weaving Georgina Haig, Noni Hazlehurst og John Noble fara með hlutverk í myndinni. Leikstjórar eru Angus Sampson og Tony Mahony. Óvíst er hvenær The Mule fer í dreifingu í Bandaríkjunum og Evrópu.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *