Eftir 25 ára fjarveru snúa sjónvarpsþættirnir Twin Peaks aftur árið 2016. Leikstjórðinn David Lynch mun leikstýra öllum þáttum seríunnar og kemur kapalstöðin Showtime til með að sýna þá. Þættirnir munu gerast í nútímanum og verða þeir alls níu talsins.
Lynch mun framleiða þættina ásamt Mark Frost en þeir skrifa þá einnig í sameiningu. Nýverið voru þættirnir ásamt kvikmyndinni Twin Peaks: Fire Walk with Me gefnir út Blu-ray og hefur settið hlotið með eindæmum góða dóma.
Það þykir nokkuð líklegt að Kyle MacLachlan endurtaki hlutverk sitt úr þáttunum en enginn leikari hefur verið staðfestur að svo stöddu. Örstutta kynningu fyrir nýju þættina má sjá hér fyrir neðan.