Sjálfsagt hefur engrar kvikmyndar verið beðið með annarri eins eftirvæntingu og Star Wars: Episode VII. Framleiðendur reyna eftir fremsta megni að halda öllu sem snertir gerð hennar leyndu en það hefur reynst erfitt. Ýmislegt um kvikmyndagerðina hefur lekið á vefinn enda myndin mjög umfangsmikil.
Framleiðandinn Frank Marshall heimsótti tökustað myndarinnar í Pinewood í London og deildi ljósmynd þaðan með fylgjendum sínum á Twitter. Myndin gefur þó engar vísbendingar um innihald myndarinnar heldur sýnir hún ábendingu til starfsmanna um að kjafta alls ekki frá því hvað fer fram á tökustaðnum.
Á myndinni stendur „Loose lips bring down starships“ sem hægt væri að leggja út sem „spillar granda geimskipum.“ Ábendingin er skrautleg útgáfa af enska orðatiltækinu „Loose lips sink ships“. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
Star Wars: Episode VII verður frumsýnd um allan heim 18. desember 2015.
Excited to be here at Pinewood, but mum's the word… http://t.co/DjqT06zxm3
— Frank Marshall (@LeDoctor) October 6, 2014