Þúsundþjalasmiðurinn Baltasar Kormákur kemur til með að leikstýra kvikmyndinni Reykjavik næsta sumar en myndin hverfist um hinn heimsfræga Höfðafund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjov. Screendaily greinir frá þessu.
Michael Douglas mun fara með hlutverk Regans en ekki liggur fyrir hver muni leika Gorbachev en á einum tímapunkti fór hlutverkið til óskarsverðlaunahafans Christophs Waltz. Baltasar er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævintýramyndina Everst fyrir Universal og Working Films og er byrjaður á undirbúningsvinnu fyrir sjónvarpsseríuna Ófærð með Ólafi Darra Ólafssyni sem RÚV kemur til með að sýna.
Baltasar er sagður hafa landað starfinu sem leikstjóri myndarinnar vegna eigin æskuminninga um leiðtogafundinn sem sagður er hafa flýtt fyrir endalokum kalda stríðsins. Headline Pictures framleiðir Reykjavik en fyrirtækið hefur meðal annars gert myndirnar Quartet og hryllingsmyndina The Invisible Woman.