Sýnishorn: Will Smith og Margot Robbie eru svikahrappar í Focus

Leikararnir Will Smith og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin í hinni væntanlegu Focus sem leikstjórateymið Glenn Ficarra og John Requa leikstýra og skrifa. Warner Bros framleiðir myndina og verður hún frumsýnd í febrúar á næsta ári. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Focus segir frá reyndum svikahrappi sem er í tygjum við nýgræðing í bransanum. Þau verða ástfangin en samband þeirra fjarar út. Árum síðar lendir þeim saman við iðju sína sem svikahrappar.

Leikstjórateymið sendi síðast frá sér hina vanmetnu I Love You Phillip Morris sem þeir leikstýrðu og skrifuðu en þeir eru einna helst þekktir fyrir sitt ágæta handrit að Crazy, Stupid Love. Upphaflega ætluðu þau Ryan Gosling og Emma Stone að leika í myndinni og svo tóku þau Ben Affleck og Kristen Stewart við hlutverkunum en hættu við.

Focus verður frumsýnd 27. febrúar vestanhafs.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *