Aðstandendur ræða Gone Girl

Kvikmyndin Gone Girl situr á toppi vinsældarlista kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum og verður hún frumsýnd á Íslandi um helgina. David Fincher leikstýrir myndinni en hún byggir á samnefndri bók Gillian Flynn sem skrifar einnig handritið. Gone Girl segir frá konu sem hverfur sporlaust á degi fimmta brúðkaupsafmælis síns og allt bendir til þess að eiginmaður hennar hafi myrt hana.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsandi og vönduð myndskeið þar sem aðstandendur ræða myndina. Fincher, Flynn og leikhópinn ræða um vissar ákvarðanir sem teknar voru við gerð myndarinnar en Svarthöfði mælir eindregið með að fólk sjái myndina áður en það gengur í áhorf á myndskeiðunum. Ben Affleck, Rosemunda Pike, Neil Patrick Harris, Kim Dickens og Tyler Perry fara með helstu hlutverk í myndinni.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *