Framhaldsmynd Marvel-geimsápunnar Guardians of the Galaxy er væntanleg í kvikmyndahús sumarið árið 2017 ef allt gengur eftir. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta um að biðin verði þeim erfið því í millitíðinni munu Marvel og Disney tefla fram teiknimyndaseríu.
Örstutt sýnishorn úr seríunni var sýnt á New York Comic Con-ráðstefnunni sem fór fram um helgina og má sjá það hér fyrir neðan. Þættirnir eru væntanlegir á næsta ári.