Júrógarðurinn opnar næsta sumar

Fjórða Jurassic Park-myndin, Jurassic World, verður frumsýnd næsta sumar og má líta á nýtt plakat úr myndinni hér fyrir neðan. Vænta má sýnishorns úr myndinni í næsta mánuði.

Tuttugu og tveimur árum eftir atburði Jurassic Park hefur nýr garður verið opnaður á eyjunni Isla Nubar. Risaeðlur verða vitaskuld helsta ógnin í myndinni en mennskir drullusokkar að fá að fljóta með og keyra atburðarásina í gang.

The Lost World: Jurassic Park og Jurassic Park III gerðust báðar á eyjunni Isla Sorna eða Site B sem var notuð fyrir ræktun risaeðlanna og verður forvitnilegt að heimsækja Isla Nubar á ný eftir öll þessi ár.

Colin Trevorrow leikstýrir myndinni en fregnir af ráðningu leikstjórans komu töluvert á óvart þar sem hann hefur einungis leikstýrt einni kvikmynd í fullri lengd, gamanmyndinni Safety Not Guaranteed.

Þeir leikarar sem eru á risaeðluhlaðborðinu að þessu sinni eru Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Ty Simpkins, Nick Robinson, Vincent D’Onofrio, BD Wong og Irrfan Khan. Wong er eini leikarinn sem hefur áður komið við sögu í Jurassic Park-myndunum en hann fór með hlutverk Dr. Henry Wu, helsta erfðafræðings garðsins.

Jurassic World verður frumsýnd um allan heim 12. júní og það í þrívídd.

Published

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *